Biskup mælir með séra Skúla
Biskup Íslands mælir með því að séra Skúli Sigurður Ólafsson, verði skipaður sóknarprestur í Keflavík. Tíu sóttu um embættið. Ekki náðist samstaða um ráðninguna í valdnefnd sóknarinnar, sem kom saman á miðvikudaginn. Málinu var því vísað til biskups eins og lög kveða um.
Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára. Séra Skúli var vígður prestur í Ísafjarðarprestakalli 1997og frá árinu 2000 starfaði hann sem prestur Íslendinga í Svíþjóð með aðsetur í Gautaborg. Hann gegnir nú stöðu sóknarprests á Ísafirði í námsleyfi sóknarprestsins þar.
ruv.is
Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára. Séra Skúli var vígður prestur í Ísafjarðarprestakalli 1997og frá árinu 2000 starfaði hann sem prestur Íslendinga í Svíþjóð með aðsetur í Gautaborg. Hann gegnir nú stöðu sóknarprests á Ísafirði í námsleyfi sóknarprestsins þar.
ruv.is