Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Biskup Íslands í Grindavík
Þriðjudagur 11. júní 2013 kl. 09:49

Biskup Íslands í Grindavík

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir hefur vísiterað söfnuði í Kjalarnessprófastsdæmi að undanförnu. Biskup var í Grindavík föstudaginn 7. júní og sunnudaginn 9. júní. Biskup vísiteraði önnur sveitarfélög á Suðurnesjum fyrr í vor.

Agnes kom víða við í Grindavík, heimsótti leikskóla og Víðihlíð og þá var messa í gær þar sem biskupinn predikaði og sr. Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókn biskups sem Sólný Pálsdóttir tók og grindavik.is birti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frú Agnes kom víða við í Grindavík í heimsókn sinni.