Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Birtir yfir Keflavíkurkirkju
Sunnudagur 30. september 2012 kl. 07:45

Birtir yfir Keflavíkurkirkju

Framkvæmdir við Keflavíkurkirkju standa nú yfir. Allar innréttingar hafa verið teknar út úr kirkjuskipinu, s.s. panelklæðningar af veggjum, bekkir og gólfefni. Þá hafa steindir gluggar verið teknir úr kirkjunni en sú aðgerð er umdeild og skiptar skoðanir um hana á meðal sóknarbarna.

Eftir að steindu gluggarnir voru teknir úr kirkjunni hefur birt mjög yfir kirkjuskipinu þegar dagsljósið fær að flæða inn um gluggana. Þegar framkvæmdum lýkur verður kirkjan komin eins nálægt upprunalegu útliti og mögulegt er miðað við nútíma kröfur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öllum framkvæmdum á að vera lokið við kirkjuna fyrir 100 ára vígsluafmæli hennar sem verður í febrúar árið 2015.