Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Birtir til þegar líður á daginn
Miðvikudagur 10. júní 2015 kl. 08:36

Birtir til þegar líður á daginn

Suðlæg átt 3-8 m/s og rigning, en vestlægari og lítilsháttar skúrir eftir hádegi við Faxaflóa. Norðan 5-10 á morgun og úrkomulítið eftir hádegi. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg suðlæg átt og rigning með köflum, en vestlægari og lítilsháttar skúrir síðdegis. Norðan 5-10 á morgun og skúrir, en birtir til þegar líður á. Hiti 6 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og dálitlir skúrir S- og A-til, annars að mestu þurrt, en bjartviðri SV-lands. Hiti 4 til 11 stig að deginum, mildast V-lands.

Á laugardag:
Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart, en líkur á síðdegisskúrum SV-til og súld með köflum við NA-og A-ströndina. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á SA-landi.

Á sunnudag:
Vaxandi sunnanátt og þykknar upp vestantil á landinu, 5-10 m/s og rigning þar undir kvöld. Annars hægari og lengst af léttskýjað. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á mánudag:
Suðlæg átt 3-8 m/s með rigningu eða súld og hita 8 til 12 stig, en þurrt og jafnvel bjartviðri N- og A-lands og hiti allt að 16 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðlæga átt 5-10 m/s með rigningu, en þurrt og bjart veður NA-til. Hlýnar NA-lands, en annars breytist hiti lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024