Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Birtir til í atvinnumálum á Suðurnesjum
Miðvikudagur 11. desember 2013 kl. 09:04

Birtir til í atvinnumálum á Suðurnesjum

Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum frá því fyrsta áfangaskýrsla Suðurnesjavaktarinnar kom út, en í mars 2011 mældist atvinnuleysi 14,5% á meðan það var 8,6% yfir landið allt. Í september 2013 var hlutfall atvinnuleysis á svæðinu komið niður í 5,4% en yfir landið allt var hlutfallið 3,8%.

Þessa fækkun má að einhverju leyti rekja til þess að bótatímabil var fært aftur niður í þrjú ár um síðustu áramót. Á árinu 2012 voru 108 einstaklingar sem fullnýttu bótarétt sinn og gert er ráð fyrir að 128 einstaklingar muni fullnýta bótarétt sinn á þessu ári. Þá hefur Liðsstyrkur, átak sem nú er í gangi og miðar að því að aðstoða þá sem lengst eru komnir með að nýta bótarétt sinn við að fá vinnu, gengið ágætlega. Það virðist vera að birta til í atvinnumálum á svæðinu og þeim fjölgar sem skrá sig af bótum vegna þess að þeir eru komnir með vinnu eða eru að fara í nám. Hlutfall á milli kynja á atvinnuleysisskrá hefur verið nokkuð jafnt en undanfarið hefur körlum fækkað meira og eru þeir 42% hópsins en konur eru 58%. Á svæðinu hefur mest dregið úr atvinnuleysi í Sandgerði. Í maí 2012 mældist atvinnuleysi í Sandgerði 11,4% en í september síðastliðnum mældist það 5,7%. Eins og áður mældist minnsta atvinnuleysið í Grindavík eða 2,6%.

Það ríkis sannkölluð ofurjólagleði í Keili á Ásbrú. Skólinn hefur verið skreyttur frá innstu geymslu og upp í rjáfur. Þegar öllu skrautinu hafði verið stungið í samband var kölluð til dómnefnd sem skipuð var þeim Skúla S. Ólafssyni presti, Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Hilmari Braga Bárðarsyni blaðamanni. Þeir fóru um skólann og mátu skreytingar og verðlaunuðu þær með súkkulaði og kampavíni.

Ítarleg umfjöllun er í Víkurfréttum á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024