Birtir til á Suð-vesturhorninu
Það lítur allt út fyrir að sólin eigi eftir að láta sjá sig á Suðurnesjunum í vikunni samkvæmt veðurspá. Suðurnesjamenn hafa ekki mikið séð þá gulu og er nokkuð víst að D-vítamínskortur er farinn að hrjá fólk hér á svæðinu.
Ef eitthvað má marka veðurspánna ætti að birta til seinna í dag og þriðjudagurinn á einnig að vera sólríkur ásamt hækkandi hita.