Birtingarmynd lausafjárkreppu?

Birtingarmynd lausafjárkreppu varð áþreifanleg í gærkvöldi í Njarðvíkum. Þá blasti við viðskiptavinum hraðbankans í Sparisjóðnum í Njarðvík að hraðbankinn væri tómur. Greinilega hafa viðskiptavinir hamstrað seðla um helgina, þrátt fyrir varnaðarorð og fullvissu ríkisstjórnar um að sparifé væri öruggt í bönkum og sparisjóðum.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				