Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Birna sést ekki á myndum á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 16. janúar 2017 kl. 18:03

Birna sést ekki á myndum á Keflavíkurflugvelli

Lögreglan á Suðurnesjum hefur farið í gegnum eftirlitsmyndavélar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með það fyrir augum að kanna hvort Birna Brjánsdóttir, tvítug stúlka sem nú er leitað að, hafi farið erlendis. Birna hefur ekki sést á myndum úr myndavélakerfum flugstöðvarinnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem var að ljúka.
 
Aukinn þungi er kominn í leitina að stúlkunni sem ekkert hefur spurst til síðan aðfararnótt laugardags. Slökkt var handvirkt á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu og miðað við hvar farsímakerfið hefur staðsett merki frá símanum er talið að síminn hafi verið í bíl á ferð. Lögregla aflar nú heimildar dómstóla til að bera saman farsímagögn með það fyrir augum að sjá hvaða aðrir símar voru í gangi og komu fram á sendum frá miðborg Reykjavíkur og í Hafnarfirði á sama tímabili og sími Birnu.
 
Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa ekki verið kallaðar til leitar skv. upplýsingum Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024