Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Birna nýr upplýsingafulltrúi HS Orku
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 15. ágúst 2023 kl. 10:22

Birna nýr upplýsingafulltrúi HS Orku

Birna Lárusdóttir, fjölmiðlafræðingur, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi HS Orku. Hún á að baki langan feril í ritstjórn, þýðingum, fréttamennsku og upplýsingagjöf og var m.a. upplýsingafulltrúi Vesturverks á Ísafirði, dótturfyrirtækis HS Orku. Einnig starfaði hún um árabil að sveitarstjórnarmálum.


„HS Orka er virkilega dýnamískur vinnustaður, ekki síst nú á tímum orkuskipta. Fyrirtækið er í fararbroddi í sjálfbærri auðlindanýtingu og mörg spennandi verkefni eru í farvatninu sem ég hlakka til að fá taka þátt í með afar öflugum hópi samstarfsfólks,” segir Birna.


„Við fögnum því að fá Birnu til liðs við okkur“, segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, „Þekking hennar og reynsla mun nýtast okkur vel í þeim verkefnum sem við erum að fást við í dag og þeim vexti sem er framundan hjá fyrirtækinu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Birna er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá University of Washington og M.A. gráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er Reykvíkingur að uppruna, bjó lengst af á Ísafirði en er nú búsett í Hafnarfirði. Sambýlismaður hennar er Hallgrímur Kjartansson, heimilislæknir og eiga þau fjögur börn. 

HS Orka er þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins en fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Svartsengi og Reykjanesvirkjun, ásamt vatnsaflsvirkjuninni Brúarvirkjun í Biskupstungum.