Birgitta Rún Birgisdóttir Kryddstúlka Qmen 2003
Birgitta Rún Birgisdóttir er Kryddstúlka Qmen 2003. Þrettán stúlkur mættu í tískumyndatöku hjá tímaritinu Qmen, sem er fylgiblað Tímarits Víkurfrétta, TVF. Lesendur vf.is á Netinu og sýningargestir á ljósmyndasýningu Víkurfrétta á Ljósanótt gátu kosið um Qmen-stúlkuna. Þátttaka í kosningunni var mjög góð en vel á annað þúsund atkvæði voru greidd, bæði rafrænt og á kjörstað á Ljósanótt. Birgitta Rún var hlutskörpust í kjörinu og fær titilinn Kryddstúlkan 2003, en Qmen [kúmen] er jú eitt af íslensku kryddunum.
Birgitta Rún fer ekki tómhent frá kjörinu, því hún fær úttektir upp á 10.000 kr. frá Mangó, 10.000 kr. frá Kóda, 5.000 kr. frá Skóbúðinni og hársnyrtivörur frá Elegans. Birgitta fær einnig tískumyndatöku frá ljósmyndurum Qmen. Þá fær hún einnig lúxus andlitsbað frá Snyrtistofu Huldu.
Í jólablaði Víkurfrétta mun birtast myndasyrpa af Qmen-stúlku VF 2003.