Birgir vann glæsilega Ecco golfskó
„Eru þeir ekki flottir svona svartir með rauðum reimum,“ sagði Birgir Sanders Albertsson, þegar hann skoðaði Ecco Street golfskóna sem hann vann í Ecco leik á vefsíðunni kylfingur.is sem er systurvefur vf.is.
Njarðvíkingurinn og GS félaginn Birgir er áhugasamur kylfingur og með 12,4 í forgjöf. Hann leikur mikið golf í Leirunni og hlakkar til sumarsins en sagði að umhleypingaveður undanfarið hafi tafið fyrir vorgolfi hjá honum og öðrum kylfingum.
Birgir Sanders með nýja Ecco skó í fanginu sem hann fékk afhenta í Skóbúðinni í Keflavík þar sem fá má mikið úrval af Ecco og öðrum skóm.