Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Birgir kvartar vegna málsmeðferðar
Þriðjudagur 14. október 2014 kl. 10:27

Birgir kvartar vegna málsmeðferðar

Birgis Þórarinsson hefur lagt fram kvörtun til Sveitarfélagsins Voga vegna málsmeðferðar skipulags- og byggingafulltrúa og umhverfis- og skipulagsnefndar (2010 - 2014), vegna umsóknar um byggingu 40 m2 bændakirkju að Minna-Knarrarnesi.

Bæjarráð Voga hafnar því að um persónulega óvild sé að ræða í garð bréfritara af hálfu byggingafulltrúa. Úrvinnsla málsins hefur byggst á því grundvallaratriði að deiliskipulag sé unnið á grundvelli aðalskipulags, en ekki hverfisverndar, og að framkvæmdin samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags og landnotkun.

Málið er til meðferðar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins og í eðlilegum farvegi, segir í gögnum bæjarráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024