Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 22. maí 2001 kl. 10:04

Bíósýning til styrktar D-álmu

Á uppstigningardag verður bíósýning á vegum Lionsklúbbanna á Suðurnesjum til styrktar D-álmu HSS.
Sambíóin bjóða Lionsklúbbunum að halda sýninguna og rennur öll innkoma í sjóð til tækjakaupa á endurhæfingardeild D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Myndin sem verður sýnd heitir Seespot Run og er fjölskyldumynd í anda Home Alone myndanna. Sýningin hefst kl. 18 og eru foreldrar og aðrir Suðurnesjamenn hvattir til að mæta með börnin og eiga góða stund með þeim.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024