Bíóferðin tók óvænta stefnu
Fjölmargir þurftu frá að snúa eftir að bíóferð í Sambíóin í Keflavík tók óvænta stefnu. Við upphaf teiknimyndarinnar Barnyard varð eitthvað dauft yfir sýningarvélinni og að lokum gaf peran sig alveg. Góð ráð voru dýr, engin pera í húsinu og því ekki um annað að ræða að tilkynna börnunum og foreldrum þeirra að sýningunni væri aflýst. Það voru því margir sem stóðu uppi með popp og kók en enga bíósýningu. Fólki stóð til boða að fá miða á aðra sýningu eða fá miðann endurgreiddan.
Mynd: Röð fyrir utan Sambíóin í Keflavík kl. 14:00 í dag þegar spenntir krakkar ætluðu að sjá Barnyard. Þeir gátu hins vegar eingöngu séð sýnishorn úr öðum myndum, því síðan bilaði sýnnigarvélin. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mynd: Röð fyrir utan Sambíóin í Keflavík kl. 14:00 í dag þegar spenntir krakkar ætluðu að sjá Barnyard. Þeir gátu hins vegar eingöngu séð sýnishorn úr öðum myndum, því síðan bilaði sýnnigarvélin. VF-mynd: Hilmar Bragi