Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bingóstemmning við lóðaúthlutun
Þriðjudagur 22. apríl 2008 kl. 09:23

Bingóstemmning við lóðaúthlutun

Umsækjendum um lóðir í Ásahverfi og Dalshverfi 1 og 2 í Reykjanesbæ var boðið að draga um valröð á lóðum og er sá háttur nýbreytni við lóðaúthlutanir hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar.

Alls höfðu 25 einstaklingar sótt um lóðir sem voru endurúthlutaðar og mættu 21 til þess að draga um valréttinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sá sem dró númer eitt gat fyrstur valið sér lóð og svo koll af kolli. Drátturinn þótti takst vel og verður fyrirkomulagið að öllum líkindum endurtekið þar sem það þykir auka gagnsæi í lóðaúthltuunum, af því er segir í frétt á vef Reykjanesbæjar.

Lóðarhafar hafa nú valið sér lóð og verður þeim formlega útlutað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun.

Mynd/RNB: Bingóstemmning var á bæjarskrifstofunni þegar dregið var um lóðirnar.