Bílveltur á Reykjanesbraut
Tvær bílveltur hafa orðið á Reykjanesbraut í dag. Fyrst valt bifreið á Brautinni við Kúagerði. Á sjöunda tímanum í kvöld valt síðan önnur bifreið við Vogaafleggjara. Slys á fólki munu ekki hafa verið alvarleg, en bílarnir eru eitthvað skemmdir.
Mynd: Frá slysstað við Kúagerði í dag. Símamynd: Bergsteinn Jónasson
Mynd: Frá slysstað við Kúagerði í dag. Símamynd: Bergsteinn Jónasson