Bílvelta við Vogastapa
Síðdegis í gær varð bílvelta við Vogastapa. Lögregla varð vitni að atburðinum en bíllinn ók utan í vegrið og tókst á loft og valt.
Tveir fullorðnir og tvö ung börn voru í bílnum, annað fætt 2010 og voru allir fluttir á Heilsugæslu Suðurnesja til skoðunar en fengu að fara heim að lokinni skoðun þrátt fyrir að vera í þó nokkru sjokki.
VF-Myndir: Hilmar Bragi