Bílvelta við Stafnesveg
Bíll valt við Stafnesveg, vestan við Hvalsneskirkju, rétt eftir miðnætti sl. föstudag.Bifreiðin fór út af veginum og fór eina veltu. Tvær ungar stúlkur voru í bílnum og voru þær fluttar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Ökumaðurinn var síðan flutt á sjúkrahúsið í Fossvogi til frekari skoðunar. Bíllinn var mikið skemmdur og var dráttarbifreið fengin til að fjarlægja hann af vettvangi.