Bílvelta við Seltjörn í snjókomunni
	Bílvelta varð nærri afleggjaranum að Seltjörn á Grindavíkurvegi í gær. Óhappið varð þegar mikil snjókoma brast á síðdegis. Ökumaður var einn í bílnum og meiddist ekki mikið í veltunni. Bíllinn sem var af Mitsubishi berð skemmdist hins vegar mikið.
	
	Sjá mátti nokkra bíla utan vegar eftir snjóhretið sem gekk yfir í gær en að öðru leyti gekk umferðin slysalaust fyrir sig.
	
Færð var þung á Reykjanesbrautinni í gær þegar kyngdi niður miklum snjó.
	


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				