Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 12. nóvember 1999 kl. 22:47

BÍLVELTA VIÐ SANDGERÐISVEG

Bifreið fór út af og valt við Sandgerðisveg á aðfaranótt sunnudags. Bifreiðin var mikið skemmd en auk ökumanns voru tveir farþegar í bílnum. Ökumaður og farþegar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og þar kom í ljós að betur fór en á horfðist í fyrstu. Þeir voru marðir og skornir en rétt er að taka fram að þeir voru allir í beltum. Talið er að bílbeltin og líknarbelgir hafa bjargað fólkinu í þetta sinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024