Föstudagur 25. júní 2004 kl. 09:12
Bílvelta við Sandgerði í gærkvöldi
Bílvelta varð á Stafnesvegi, skammt frá Sandgerði um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl. Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af og valt. Bíllinn skemmdist mikið og var dreginn af vettvangi.