Bílvelta við Sandgerði
Bílvelta varð á malarveginum við Golfskálann í Sandgerði á níunda tímanum í kvöld. Tvennt var í bílnum og slösuðust þau ekki alvarlega en voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Ökumaður bifreiðarinnar virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og á stóra stein sem er við veginn. Við höggið hefur bifreiðin oltið og steypst á framendann. Bifreiðin er stórskemmd og talin ónýt.
Myndirnar: Bifreiðin er talin ónýt eftir bílveltuna og er óhætt að segja að ökumaður og farþegi hafi sloppið vel. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.