Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta við Kúagerði
Sunnudagur 10. júlí 2011 kl. 18:10

Bílvelta við Kúagerði

Þrjár stúlkur sluppu með minniháttar meiðsli þegar að bifreið þeirra valt í Kúagerði á Vatnsleysiströnd rétt fyrir hádegi í dag. Mbl greinir frá þessu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var í fyrstu talið að slysið væri alvarlegt og voru sjúkraflutningamenn sendir frá Reykjavík og Keflavík.

Þegar komið var á staðinn kom í ljós að slysið var ekki alvarlegt en stúlkurnar þrjár voru þó fluttar til skoðunar á slysadeild. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að stúlkurnar hafi allar verið í bílbelti og það hafi tvímælalaust bjargað þeim að ekki fór verr.

Mynd úr safni VF

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024