Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 3. september 2002 kl. 09:22

Bílvelta við Bláa lónið og hraðakstur í Keflavík

Bílvelta varð í gærkvöldi á veginum sem liggur að Bláa lóninu. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bifreiðina með kranabifreið. Tildrög bílveltunnar liggja ekki fyrir.Þá voru tveir teknir fyrir hraðakstur í gærkvöldi. Annar var stöðvaður á Hafnargötu í Keflavík á 80 km. hraða, þar sem hámarskhraði er 50 km. Þá var hinn ökumaðurinn tekinn á 125 km. hraða á Garðvegi, þar sem hámarkshraði er 90 km. Annars var rólegt á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024