Bílvelta við Bláa lónið í dag
Bifreið valt á Grindavíkurvegi við Bláa lónið í dag. Ökumaður var einn í bifreiðinni og meiddist hann lítilsháttar og var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðin rann til í hálku og fór á hliðina. Bifreiðin var töluvert skemmd.
Að sögn Þorvaldar Benediktssonar varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík hefur lítið fréttnæmt gerst á vaktinni í dag.
Mynd: Úr myndasafni. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.