Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta og útafakstur á bílaleigubílum
Föstudagur 3. ágúst 2007 kl. 09:31

Bílvelta og útafakstur á bílaleigubílum

Laust eftir kl. 19 í gærkvöldi fékk Lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um bílveltu á Suðurstrandarvegi um 20 km. frá Grindavík. Ferðamaður hafði þá velt bílaleigubíl á hlið en alls voru fjórir aðilar í bílnum. Engan sakaði en ökumaðurinn þurfti að ganga töluverðan spöl til að komast í símasamband til að tilkynna um óhappið. Bifreiðin var síðar fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.

 

Snemma í morgun eða skammt fyrir kl. 06:00 var tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbrautinni rétt við Grindavíkurafleggjarann. Þar hafði ökumaðurinn misst stjórn á bílaleigubifreið, sem hann ók og hafnaði hún um 20 metra fyrir utan veg. Engann sakaði við óhappið. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var fjarlægð að vettvangi með kranabifreið.

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024