Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta og önnur óhöpp á Suðurnesjum
Miðvikudagur 17. janúar 2018 kl. 11:30

Bílvelta og önnur óhöpp á Suðurnesjum

Bílvelta varð í Keflavík í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og skall á steinsteypustöpul girðingar. Við það valt bíllinn á hliðina.
Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík eftir að ökumaður missti stjórn á henni í beygju. Kalla þurfti til dráttarbifreið til að fjarlægja bílinn úr garðinum.

Fleiri óhöpp hafa orðið í umferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Bíll ók út af Grindavíkurvegi og þá varð einnig bílvelta á Sandgerðisvegi.
Ekki urðu teljandi slys á fólki í þessum óhöppum en þó þurfti að flytja ökumann síðastnefndu bifreiðarinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024