Bílvelta og mótorhjólaslys
Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar í gær. Laust eftir hádegið var tilkynnt um bílveltu á Vatnsleysustrandarvegi, rétt við Reykjanesbrautina. Þar hafði bifreið hafnað á toppnum. Ökumaðurinn var fluttur á HSS til skoðunar en hann er grunaður um ölvun við akstur.
Um miðjan dag var tilkynnt um vélhjólaslys á línuvegi Hitaveitu Suðurnesja að Svartsengi. Þar hafði ökumaður vélhjóls misst stjórn á hjóli sínu og fallið á veginn. Hann var fluttur á HSS til skoðunar. Hann reyndist viðbeinsbrotinn og með blæðingu í fæti. Ökumaðurinn reyndist ekki hafa réttindi til að aka hjólinu.
Um miðjan dag var tilkynnt um vélhjólaslys á línuvegi Hitaveitu Suðurnesja að Svartsengi. Þar hafði ökumaður vélhjóls misst stjórn á hjóli sínu og fallið á veginn. Hann var fluttur á HSS til skoðunar. Hann reyndist viðbeinsbrotinn og með blæðingu í fæti. Ökumaðurinn reyndist ekki hafa réttindi til að aka hjólinu.