Bílvelta og mótorhjólaslys
Bílvelta varð á Nesvegi við Húsatóftarvöll í Grindavík um þrjúleytið í nótt. Þrír voru í bifreiðinni ásamt ökumanni og voru allir í beltum. Ökumaðurinn var færður á slysadeild með skrámur á hendi.
Síðdegis í gær var tilkynnt að ungur maður hafi fallið af torfæruhjóli sínu í Sandvík, skammt sunnan við Hafnir á Reykjanesi. Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sjúkrabifreið en hann var talinn fótbrotinn.
Síðdegis í gær var tilkynnt að ungur maður hafi fallið af torfæruhjóli sínu í Sandvík, skammt sunnan við Hafnir á Reykjanesi. Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sjúkrabifreið en hann var talinn fótbrotinn.