Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta og ekið á barn
Föstudagur 27. mars 2009 kl. 08:17

Bílvelta og ekið á barn


Ökumaður bifreiðar slapp við alvarleg meiðsl þegar bíll hans hafnaði á ljósastaur og fór eina veltu við Voga síðdegis í gær. Ökumaðurinn var fluttur á HSS til skoðunar. Bifreiðin var fjarlægð með kranabifreið.

Fyrr um daginn varð umferðaróhapp á Skólaveginum í Reykjanesbæ þegar fimm ára drengur hljóp út á götuna á bifreið sem ekið var eftir Skólaveginum.  Drengurinn kastaðist í götuna en varð ekki undir bifreiðinni.  Farið var með hann á HSS til skoðunar.  Hann reyndist óbrotinn en talsvert marinn og blár.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði hendur í hári tveggja ökumanna vegna hraðaksturs á Reykjanesbrautinni  í gær.  Þeir mældust á 114 og 123 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024