Bílvelta í Sandgerði snemma í morgun
				
				Bíll valt á Garðvegi í Sandgerði um sjöleytið í morgun, hálka var á veginum á þessum tíma sem olli slysinu, að sögn Halldórs Jenssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík. Tvær konur voru í fólksbílnum og voru þær fluttar til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en þær reyndust ómeiddar. Bíllinn er töluvertskemmdur og var hann fluttur á brott með kranabíl. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				