Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta í Leirunni
Sunnudagur 17. október 2004 kl. 15:20

Bílvelta í Leirunni

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var útafakstur tilkynntur á Garðskagavegi nærri Leiru. Ökumaður á leið út í Garð missti vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og staðnæmdist á hvolfi. Ökumaðurinn var fastur í bílbeltinu þegar lögreglu bar að og var hann með meðvitund. Bifreiðin var mjög illa farin og ökumaðurinn var fluttur á Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi.

VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024