Bílvelta í Innri-Njarðvík
Bílvelta varð nú í kvöld í Innri-Njarðvík. Tveir menn voru í bílnum, annar slasaðist lítillega og hinn slapp ómeiddur að sögn lögreglu. Óhappið varð í Stapahverfi en þar er ekki komin götulýsing enn sem komið er enda uppbygging í hverfinu nýhafin. Bifreiðin skemmdist töluvert en hún hafnaði nokkuð langt utan vegar.
Mynd: Frá slysstað í kvöld. VF-mynd:elg
Mynd: Frá slysstað í kvöld. VF-mynd:elg