Bílvelta í Grindavík
Bifreið valt yfir á hliðina innanbæjar í Grindavík um níu leytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Keflavík virðist bílstjóra bifreiðarinnar, sem er um tvítugt, hafa fipast eitthvað með fyrrnefndum afleðingum. Frá þessu er greint á mbl.is.
Engin slys urðu á fólkið og bifreiðin er ekki ónýt þó svo að hún hafi skemmst eitthvað.