Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta eftir árekstur á Reykjanesbraut
Þriðjudagur 29. mars 2016 kl. 10:54

Bílvelta eftir árekstur á Reykjanesbraut

Páskahátíðin fór vel fram í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og engin stórvægileg mál komu til hennar kasta yfir hátíðisdagana. Bílvelta varð á Reykjanesbraut þegar tvær bifreiðar lentu saman. Ökumenn beggja sluppu ómeiddir, en fjarlæga varð bifreiðina sem valt, með dráttarbifreið.

Þá voru fimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, flestir á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 128 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Loks voru höfð afskipti af fáeinum ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024