Bílvelta á Vatnsleysuströnd
Bílvelta varð á Vatnsleysuströnd í gær í beygju til móts við Narfakot. Tveir menn voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir. Ökumaðurinn mun hafa misst stjórn á bílnum í lausamöl. Fór hann í gegnum hestagirðingu og hafnaði á toppnum.
Þá varð harður árekstur á Bakkastíg í Njarðvík á föstudaginn þegar tveir bílar skullu saman. Við áreksturinn skall annar bílinn á þriðja bílnum. Minniháttar meiðsl urðu á ökumönnum en bílarnir eru mikið skemmdir.
Mynd/elg: Frá árekstrinum á Bakkastíg.