Bílvelta á Sandgerðisvegi í morgun
Maður kastaðist út úr bifreið eftir bílveltu á Sandgerðisvegi um hálf átta í morgun. Var maðurinn fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan með sjúkrabifreið á Landspítala - háskólasjúkrahús. Kenndi hann sér eymsla í baki og öxlum. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var hálka á vegum um það leyti sem slysið varð.
visir.is.
visir.is.