Mánudagur 14. apríl 2003 kl. 08:15
Bílvelta á Sandgerðisvegi
Bílvelta varð á Sandgerðisvegi í gærkvöldi og voru fjórir útlendingar fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík með minniháttar áverka. Bíllinn er handónýtur, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Að öðru leiti var nóttin róleg hjá lögreglu.