Bílvelta á Reykjanesbraut
Bílvelta varð seint í gærkvöld á Reykjanesbraut og voru þrír menn sem í bílnum voru fluttir á slysadeild. Óhappið varð við enda tvöföldunarinnar í Hvassahrauni, á milli Kúagerðis og Straums og hafnaði bíllinn á hvolfi milli akreinanna.
Einn farþeganna var skorðaður í bílnum og því voru tækjabílar slökkviliðsins, útbúnir klippum, ræstir út bæði í Hafnarfirði og Keflavík. Hurð var klippt af bílnum og manninum bjargað úr flakinu. Mennirnar voru fluttir á LHS í Fossvogi en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg.
Mynd: Frá slysstað í gærkvöld. VF-mynd: elg
Einn farþeganna var skorðaður í bílnum og því voru tækjabílar slökkviliðsins, útbúnir klippum, ræstir út bæði í Hafnarfirði og Keflavík. Hurð var klippt af bílnum og manninum bjargað úr flakinu. Mennirnar voru fluttir á LHS í Fossvogi en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg.
Mynd: Frá slysstað í gærkvöld. VF-mynd: elg