Bílvelta á Reykjanesbraut
Bílvelta varð á Reykjanesbraut í dag þar sem´sendibíll valt á hliðina í hálku. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.
Annars var rólegt á dagvakt lögreglunna í Keflavík, en í nótt voru nokkrir ökumenn teknir fyrir umferðalagabrot.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur. Annar var stöðvaður við akstur í Grindavík en hinn í Njarðvík. Þá var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.