Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bílvelta á Reykjanesbraut
Mynd úr safni og tengist ekki fréttinni.
Miðvikudagur 31. janúar 2018 kl. 09:25

Bílvelta á Reykjanesbraut

Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut fyrr í vikunni missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt allt að fimm veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var að taka fram úr annarri bifreið þegar óhappið varð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild í Fossvogi en meiðsl hans reyndust ekki vera eins alvarleg og talið var í fyrstu.
 
Annar ökumaður missti einnig stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbrautinni með þeim afleiðingum að hún fór utan í vegrið og sat föst milli víranna. Sá ökumaður slapp með minni háttar meiðsl.
 
Fleiri umferðaróhöpp hafa orðið í umdæminu á síðustu dögum þar sem umtalsvert tjón hefur orðið á bifreiðum en engin meiri háttar slys á fólki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024