Bílvelta á Reykjanesbraut
Bílvelta varð á Reykjanesbraut við Vogaveg í nótt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hann mun hafa meiðst á höfði.
Þrír ökumenn voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur. Þá fengu tveir að gista fangageymslur lögreglunnar fyrir ölvun og ólæti í miðbæ Reykjanesbæjar.