Þriðjudagur 28. október 2003 kl. 19:42
Bílvelta á Reykjanesbraut
Bílvelta varð á Reykjanesbraut fyrir stundu en ekki urðu slys á fólki. Má rekja slysið til hálku, en götur á Suðurnesjum eru víða mjög hálar þessa stundina. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það kólni verulega í nótt og á morgun gæti hiti farið undir frostmark.