Mánudagur 17. september 2001 kl. 01:08
Bílvelta á Reykjanesbraut
Ökumaður bifreiðar, er valt út af Reykjanesbraut um áttaleytið í morgun, er grunaður um ölvun. Maðurinn sem er tvítugur slapp með minniháttar meiðsl og var hann með bílbelti spennt.
Bíllinn fór margar veltur og er gjörónýtur, að sögn lögreglunnar í Keflavík. mbl.is greindi frá.