Bílvelta á Miðnesheiði í morgun
Bílvelta varð á Miðnesheiði um kl. 05 í morgun. Einn var í bifreiðinni og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem viðkomandi kvartaði undan verk í hægri öxl. Bifreiðin skemmdist nokkuð og var fjarlægð með kranabifreið.Fjórir voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í nótt. Sá sem hraðast ók var á 143 km. hraða við gatnamót Grindavíkurvegar.