Bílvelta á Hringbraut
- Ökumaður fluttur til aðhlynningar á HSS
Umferðarslys varð í gær þegar bifreið valt í Keflavík. Ökumaður, sem var að aka bíl sínum norður Hringbraut, missti stjórn á honum þegar hann fór að renna í hálku að ljósastaur. Hann reyndi að koma í veg fyrir óhappið en bíllinn fór þá út af veginum, valt og endaði á hjólunum. Ökumaðurinn komst af sjálfsdáðum út úr bílnum en var vankaður og skorinn á höndum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.