Laugardagur 29. desember 2007 kl. 01:12
Bílvelta á Grindavíkurvegi við Þorbjörn
Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bifreið valt á Grindavíkurvegi við Þorbjörn á níunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni í hálku. Þrír voru í bifreiðinni, en sá sem var fluttur á sjúkrahús er ekki talinn vera alvarlega slasaður.