Þriðjudagur 8. nóvember 2005 kl. 09:31
Bílvelta á Grindavíkurvegi
Bifreið valt á Grindavíkurvegi skammt frá Bláa-lóninu í nótt. Bifreiðin var talsvert skemmd og var dregin burtu með kranabifreið. Bílstjórinn var einn í bílnum og var ómeiddur. Mikil hálka var á veginum.