Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bílvelta á Garðvegi
Miðvikudagur 7. júní 2006 kl. 09:17

Bílvelta á Garðvegi

Bílvelta varð á Garðvegi við Leiru laust um klukkan eitt í nótt. Ökumaður, sem var einn á ferð, reyndist óslasaður en bifreiðin er mikið skemmd. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá er hraðast ók var á 121 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þá var einn ökumaður var tekinn fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum og annar var kærður fyrir að hafa tvo neglda hjólbarða undir bifreið sinni.

Lögreglumenn settu tilkynningar á tvær vörubifreiðar sem lagt var í íbúðargötum. Óheimilt er að leggja stórum ökutækjum í íbúðargötum samkvæmt lögreglusamþykkt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024