Mánudagur 15. mars 2004 kl. 10:26
Bílvelta á Garðvegi
Bílvelta varð í morgun á Garðvegi á móts við Berghóla. Bifreið valt þegar hún ók framúr gröfu á leið til Keflavíkur. Tvennt var í bílnum, kona og barn, en þau slösuðust ekki. Þau voru þó flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Myndin er tekin á slysstað í morgun.